Saga A.Hansen

Þetta hús, Vesturgata 4 á sér langa og merka sögu. Enda eitt elsta hús bæjarinns. Elsta hús bæjarins, hús Bjarna Síversten Riddara stendur reyndar við hliðina á þessu húsi Það hús var reist á árunum 1803-1805 og hýsir nú Byggðarsafn Hafnarfjarðar. Nokkrum metrum til vinstri stendur Sjóminjasafn Íslands. Veitingarhúsið A.Hansen var hinsvegar reist árið 1880 af Knudtzon stórkaupmanni, en farðir hans verslaði á Akurgerðislóð frá 1835, er hann keypti Akurgerði og verzlunarhúsin á uppboði á dánarbúi Bjarna Sívertsen. Einn af verslunarstjórum Knudtzon feðga var Christian Zimsen, Farðir Knud Zimsen borgarstjóra Reykjavík.
Knud fæddist í Sívertshúsi 1875 og mundi því glöggt eftir byggingu Hansenshúss, sem hann lýsir í endurminningum sínum “ Við fjörð og vík“ Eftir 1898 skipti Hansenshús ört um eigendur: W. Fischer. Jörgen Hansen. Fiskveiða og verlsunarfélagið „Ísafold“. J.P.T. Bryde og Hafnarfjarðarbær árið 1910. Árið 1914 hóf Ferdinand Hansen sonur Jörgens Hansen að versla að Vesturgötu 4 og rak þar verslun til dauðadags 1950. Er húsið jafnan kennt við Ferdinand Hansen en Hans sonur hans hélt áfram verslunarrekstri fram á sjöunda áratuginn. Eftir það var ýmis starssemi í húsinu.
Fyrir nokkrum árum var svo ákveðið að hefja veitingarekstur í Hansenhúsi og þá ákveðið að færa húsið í upprunalegt horf. Sem tókst værilega eða hvað finnst ykkur?

Íslenska